Gistiheimili á kyrrlátum stað með fallegu útsýni yfir fallegt vel gróið land.
Fyrst er vitað um fasta búsetu á Stöng 1857 og hefur sama ættin átt jörðina og búið hér síðan 1870. Jörðin sem er um13 km frá Mývatni er 1100 ha og liggur í 320 m hæð yfir sjávarmáli, en þrátt fyrir það er landið allt vel gróið og hentar til hefðbundins landbúnaðar. Ferðaþjónusta hófst hér 1982. Árið 1998 var borað eftir heitu vatni og fengust 3 L/s af 60° heitu vatni og eru nú öll hús á staðnum hituð upp með því, svo og heitir pottar.
Við bjóðum gesti okkar velkomna og hvetjum þá til að heimsækja þessa náttúruperlu sem sveitin er, en hvetjum þá jafnframt til að ganga vel um og spilla ekki viðkvæmu lífríki hennar.