Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Hauganesi við Eyjafjörð
18.07.2010
Myndir frá Hvalaskoðunarferð sem farin var fyrir nokkru með hvalaskoðunar bátnum Nielsi Jónssyni frá Hauganesi í Eyjafirði. Mikið hefur sést af hval í utanverðum eyjafirði í sumar. Hnúfubakar hafa sést meira en venjulega, svo eru alltaf hrefnur, hnýsur og Höfrungar á ferðinni. Steypireyður sást í einni ferðinni.
Árni Halldórsson og áhöfn eru með áratuga reynslu í hvalaskoðun og því var ekki að spyrja að hvalir sáust svo um munaði í þessari frábæru ferð.
Rennt var fyrir fisk og ekki stóð á þeim gula hann var á í hverju rennsli. Cosima með einn vænan og hundarnir Korri og Hekla fylgjast vel með viðureigninni. (sjá fleiri myndir í myndasafni undir Hvalaskoðun)