Fréttir

Hvalaskoðun.

Þessi mynd er frá Eyjafirði og tekin um borð í hvalaskoðunar bátnum Níelsi Jónssyni, en hann fer í sjóstanga og hvalaskoðunar ferðir eftir pöntunum frá Hauganesi í Eyjafirði. Fleiri myndir og upplýsingar eru undir slóðinni:http://stong.is/veidi/page/hvalaskodun

Bjór sérmerktur fyrir Gistiheimilið Stöng.

Bruggsmiðjan ehf. Árskógssandi tappar á sérmerktan bjór fyrir Gistiheimilið Stöng. Bjórinn ber nafnið Stöngull. Þessi bjór er ljós og er bruggaður eftir aldagamalli tékkneskri hefð. Bjórinn er 5 % að styrkleika og þykir mjög bragðgóður.Bjórinn er seldur í veitingarsal Gistiheimilisins Stangar. Frá veitingasal Gistiheimilisins Stangar.