Fréttir

Myndir frá Ásbyrgi og Hljóðaklettum.

Þessar myndir tók Þröstur Kolbeins í ferð með Starfmannafélagi MS -Akureyri nú í sumar. Kirkjan í Hljóðaklettum

Gleðilegt nýtt ár.

Bláfjall í Mývatnssveit. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir liðið ár. Þökkum viðskiptin og ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Ásmundur og Svala   Gistiheimilið Stöng.      

Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Hauganesi við Eyjafjörð

Myndir frá Hvalaskoðunarferð sem farin var fyrir nokkru með hvalaskoðunar bátnum Nielsi Jónssyni frá Hauganesi í Eyjafirði. Mikið hefur sést af hval í utanverðum eyjafirði í sumar. Hnúfubakar hafa sést meira en venjulega, svo eru alltaf hrefnur, hnýsur og Höfrungar á ferðinni. Steypireyður sást í einni ferðinni.  Árni Halldórsson og áhöfn eru með áratuga reynslu í hvalaskoðun og því var ekki að spyrja að hvalir sáust svo um munaði í þessari frábæru ferð.   Rennt var fyrir fisk og ekki stóð á þeim gula hann var á í hverju rennsli. Cosima með einn vænan og hundarnir Korri og Hekla fylgjast vel með viðureigninni. (sjá fleiri myndir í myndasafni undir Hvalaskoðun)    

Jökulsá á Fjöllum

Jökulsá á fjöllum er mikil á og víða mjög fallegt við hana. Mynd tekinn við Vesturdal.   Dettifoss í allri sinni dýrð. (myndir Vilhjálmur Kjartansson)

Sumar skrúði

Sumarið er komið og rjúpna karrinn fer í sinn besta skrúða til að  hæna að sér kvenfuglana. Hann helgar sér svæði og tyllir sér gjarnan upp á hól eða hraundranga þar sem hann er áberandi. (mynd Vilhjálmur Kjartansson)

Snjórinn kominn til að vera?

Það hefur aðeins snjóað á Mývatnssheiðinni eftir alveg einmuna tíð í janúar og framan af febrúar.Þessa mynd tók Sigurbjörn Ásmundsson 28. febrúar s.l. (séð heim að Stöng)

Vetrarmyndir

Séð frá Sandfelli og norður að Stöng. Sigurbjörn Ásmundsson tók þessar myndir í dag. Eins og sjá má er ekki mjög vetrarlegt miðað við það það skuli vera miður janúar.    Séð yfir að Mývatni, tekið frá Sandfelli.

Mývatnssveit - myndir.

Bláfjall og nágrenni     Frá Mývatni, Hverfjall, Búrfell og Hvannfjall í bakgrunni.   Mývatn, myndin tekin frá Dimmuborgum. Belgjarfjall (Vindbelgur) í bakgrunni.

Lok gæsavertíðar hjá Haust og vetrarveiðiferðum

Þessir veiðimenn komu komu frá Danmörku og þýskalandi og veiddu ágætlega. Ekkerhard, Daniela, Kuno & Markus Irsslinger og Peter Martinussen   Veiðimenn frá Danmörku, veiddu vel þrátt fyrir snjókomu og kalt veður. Carsten, Bent, Tom og Anders     Þessir tveir veiðimenn frá Danmörku enduðu vertíðinna hjá okkur, þeim þótti gaman að eiga við gæsina í snjó og kulda. Poul og Ole.

Villibráðarhlaðborð 2009

  Haust og vetrarveiðiferðir og Gistiheimilið Stöng halda sitt árlega villibráðarhlaðborð. Nú eins og í fyrra er um tvö kvöld að ræða, 26. september og 3. október. Kvöldin eru öllum opin og er þetta tilvalið tækifæri fyrir skotveiðimenn, klúbba, starfsmannafélög, fyrirtæki og öðrum sem áhuga hafa á að eiga góða kvöldstund og snæða norðlenska villibráð.